Er kominn tími á nýja vefsíðu?

Nokkrar ástæður sem benda til þess að kominn sé tími á að fá sér nýja vefsíðu.

01

Viðskiptavinir nota ekki vefsíðuna

Ef viðskiptavinum þínum finnst auðveldara að hringja eða senda þér póst heldur en að nota vefsíðuna þína, þá er líklegt að vefsíðan þín þurfi á yfirhalningu að halda. Upplýsingar eru ekki nógu skýrar eða auðsjáanlegar. Mundu að það er aldrei viðskiptavinum að kenna ef þeir finna ekki það sem þeir leita að á vefsíðunni þinni. Heldur er það vefsíðan sem er ekki nógu skýr eða notendavæn.

02

Þú vilt ekki sýna neinum vefsíðuna

Ef þú vilt ekki láta neinn vita af vefsíðunni þinni, talar ekki um hana við aðra og finnst lítið til hennar koma, þá ertu líklega ekki ánægð/ánægður með vefsíðuna þína og þ.a.l. er hún ekki að sinna sínu starfi, að létta undir þér! Vefsíðan þín er andlit fyrirtækisins þíns og það er ljóst að hún endurspeglar ekki fyrirtækið þitt og það sem það stendur fyrir.

03

Vefsíðan er nánast ónothæf á síma

Ef að vefsíðan þín skalast ekki svo hún passi fyrir allar skjástærðir, þá er kominn tími til að breyta til. Mjög margir nota símana í dag og jafnvel töluvert meira heldur en tölvuskjáina. Svo þú ert að fara á mis við mörg viðskipti ef viðskiptavinir þínir geti ekki notað vefsíðuna þína á öllum skjástærðum.

04

Samkeppnisaðilinn þinn er með betri og flottari vefsíðu en þú

Þegar samkeppnisaðilinn er farinn að standa sig betur í vefsíðumálum en þitt fyrirtæki, þá er nokkuð víst að kominn sé tími á breytingar. Vefsíður geta haft allt að segja um það hvort viðskiptavinir muni leita áfram til ykkar fyrirtækis eða sækja í samkeppnisaðilann sem er með betra aðgengi.

Við erum með lausnir!

Hafðu samband við okkur og við skulum fara yfir vefsíðumálin með þér.
Við útbúum gott tilboð fyrir þig.