Um okkur

Við höfum reynslu og þekkingu sem skilar sér í góðri vefsíðu

Lúpína er vefstofa sem stofnuð var á vordögum árið 2023 af Heiðrúnu Björt og Hrafnkeli Orra. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki en Heiðrún og Hrafnkell eru makar með eitt barn og kisu.

Heiðrún Björt er menntuð með sveinspróf í grafískri miðlun síðan árið 2010 og diplóma í vefþróun síðan árið 2018. Hún hefur mjög góða þekkingu á vefhönnun og notendaupplifun og nokkura ára reynslu af WordPress vefsíðugerð en svo spannar hönnunarreynslan yfir langt árabil.

Hrafnkell Orri er með BS í tölvunarfræði síðan árið 2012 og hefur margra ára reynslu af tölvunarfræðum. Hrafnkell er Heiðrúnu fyrst og fremst innan handar fyrir hin helstu vandamál sem upp geta komið en Lúpína býður upp á hýsingu, viðhald og þjónustu við vefsíðurnar eftir að þær hafa farið í loftið.

Einnig mun Hrafnkell koma inn með sterkar og góðar lausnir sem bæta vefsíður til muna, sem dæmi leitarvélar og hraðalausnir svo fátt eitt sé nefnt.

Starfsfólk

Fólkið á bavið tjöldin

Heiðrún Björt Sigurðardóttir

Framvkæmdastjóri og vefhönnuður

Hrafnkell Orri Sigurðsson

Tölvunarfræðingur